Flokkur: Á leið í frí

Vantar þig ferðakerru, ferðarúm, ferðapelahitara, viftu, burðarpoka og fleira?

Hvort sem þú ert á leið í sólina á Tene, í borgarferð til New York eða bara að heimsækja frænku í Köben, getur þú leigt allt sem þú þarft fyrir barnið hjá okkur. Þú einfaldlega bókar, velur afhendingarmáta, borgar og byrjar svo að telja niður í ferðina.

Þetta gerist ekki einfaldara.

Við bjóðum upp á afhendingar og skil á flugvellinum án endurgjalds, alla daga á milli klukkan 08:00 og 20:00. Ef lending/brottför er utan þess tíma, þá er að sjálfsögðu minnsta mál að fá vörurnar sendar/sóttar heim að dyrum, upp á hótel/airbnb, heim til ættingja/vina o.sfrv. daginn fyrir brottför/eftir heimkomu. Vinsamlegast hafðu í huga að bóka þá auka daga eftir þörfum.

Allar heimsendingar fara fram á milli klukkan 12:00 og 20:00. Heimsendingar á Suðurnes og upp á flugvöll eru án endurgjalds og heimsendingar á Höfuðborgarsvæðið kosta 1.990 krónur.

Afhendingar fara ávallt fram á upphafsdegi leigutímabils og skil fara ávallt fram á lokadegi leigutímabils.