Sagan á bakvið MiniRent

-

Upphafið

Þetta hófst allt saman sumarið 2022 þegar þrjár vinkonur, allar mæður, með ástríðu fyrir ferðalögum, fóru að ræða öll vandamálin og áhyggjurnar sem fylgja því að ferðast með lítil börn. Við höfðum allar verið þar; burðast með kerrur, bílstóla og aðra fyrirferðamikla hluti í gegnum flugvelli, flugvélar og lestarstöðvar. Að reyna að koma öllum farangrinum fyrir í leigubílnum og komast svo að því að eitthvað skemmdist í fluginu og allt þetta vesen var til einskis. 

Þá kom hugmyndin. Hvað ef það væri leið fyrir fjölskyldur að ferðast „léttar“? Að sleppa við stressið og leiðindin, því nógu stressandi getur þetta verið fyrir!

...og enn betra: hvað ef VIÐ gætum hjálpað öðrum foreldrum í sömu stöðu?

Þannig varð spjall að hugmynd og hugmynd að ástríðu, og útkoman;

MiniRent! Leiguþjónusta sem býður upp á allt sem þú þarft þegar þú ferðast með börn.

Hugmyndin hélt áfram að þróast og í dag erum við stolt af því að bjóða uppá vörur fyrir börn á leið erlendis í frí, börn í heimsókn á Íslandi og auðvitað börn sem búa á Íslandi og fjölskyldur þeirra!

Okkar markmið

Við stefnum að því að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og persónulega þjónustu.

Við bjóðum upp á gæða vörur sem við þekkjum og höfum reynslu af sjálf.

Við bjóðum upp á afhendingar og skil allan sólarhringinn.

Við erum með fjölbreytt vöruúrval en viðskiptavinir eru hvattir til að senda okkur ábendingar, meðmæli eða óskir um vörur. Við tökum allar ábendingar til skoðunar.