Valkvæð Tjónatrygging
Tryggingaskilmálar
1. Kynning
1.1. MiniRent býður upp á valkvæða tjónatryggingu fyrir viðskiptavini sína. Valkvæða tjónatryggingin verður hér eftir kölluð “trygging”
1.2. Tilgangur tryggingarinnar er að tryggja viðskiptavini fyrir óvæntu tjóni á leigðum vörum á meðan á leigutímabili stendur.
2. Trygging
2.1. Tryggingin tryggir óvæntar skemmdir á leigðum vörum. M.a. rifur, brot, rispur, beyglur og aðrar skemmdir.
2.2. Tryggingin tryggir viðskiptavininn algjörlega fyrir tjóni upp að 50.000 krónum.
3. Verð og greiðsla
3.1. Heildarverð tryggingarinnar er 3.990 krónur fyrir hverja bókun óháð heildarverði bókunar eða fjölda vara í bókun. Tryggingin gildir fyrir allar vörur í einni og sömu bókun.
3.2. Tryggingagjaldið bætist ofan á heildarverð bókunar og er óendurgreiðanlegt nema í þeim tilfellum sem viðskiptavinur hættir við bókun með meira en viku fyrirvara. Bæta þarf tryggingunni sérstaklega í körfuna og fær viðskiptavinurinn boð um að bæta tryggingunni við þegar hann opnar körfuna sína áður en hann gengur frá greiðslu.
4. Undanskilið
4.1. Týndar eða stolnar vörur falla ekki undir trygginguna. MiniRent þarf í öllum tilvikum að fá vöruna/vörurnar í sínar hendur sama í hvaða ástandi hún/þær eru.
4.2. Tryggingin tryggir ekki skemmdir sem verða vísvitandi né skemmdir af völdum vanrækslu eða misnotkun á vörum. Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að kynna sér leiðbeiningar fyrir hverja vöru fyrir sig og að nota vöruna/vörurnar samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda.
5. Tilkynningaskilda
5.1. Í þeim tilfellum sem tjón verður á leigðri vöru skal leigutaki tilkynna MiniRent um tjónið án tafar.
5.2. Tilkynningar um tjón skulu berast MiniRent með tölvupósti (minirent@minirent.is).
5.3. Tilkynni leigutaki MiniRent ekki um tjón án tafar gæti það orðið til þess að tryggingin verði felld niður.
6. Mat á tjóni og viðgerðir/endurnýjun
6.1. Eftir að tjónaðri vöru er skilað mun MiniRent yfirfara vöruna og meta tjónið.
6.2. Ef viðgerðarkostnaður eða kostnaður við endurnýjun vörunnar er 50.000 krónur eða lægri nær tryggingin að fullu yfir tjónið og leigutaki greiðir engan auka kostnað.
6.3. Ef viðgerðarkostnaður eða kostnaður við endurnýjun vörunnar er hærri en 50.000 krónur skal leigutaki greiða mismuninn.
7. Niðurfelling
7.1. Tryggingin fellur sjálfkrafa niður ef skemmdir/tjón er af völdum vanrækslu, misnotkun, eða öðru sem brýtur gegn skilmálum þessum.
7.2. Tryggingin fellur einnig niður ef leigutaki skilar vörunni ekki til MiniRent að leigutímabili loknu, þ.m.t. ef vöru er stolið eða henni týnt.
8. Annað
8.1. Með því að velja að kaupa trygginguna samþykkir leigutaki að fara eftir þeim skilmálum sem taldir eru upp hér að ofan.
8.2. Tryggingin veitir ómetanlega vernd gegn tjóni/skemmdum á leigðum vörum og veitir leigutaka hugarró á leigutímanum.
8.3. Allar spurningar eða kröfur sem tengjast tryggingunni skulu berast með tölvupósti (minirent@minirent.is).