Persónuverndarstefna
Almennt
Við hjá MiniRent leggjum mikið upp úr því að vernda friðhelgi þína og persónuupplýsingar. Við meðhöndlum allar upplýsingar af fyllsta trúnaði. Þú getur opnað síðuna okkar (www.minirent.is) og lesið þér til um þjónustuna sem við veitum og skoðað vörur og aðrar upplýsingar án þess að veita persónulegar upplýsingar. MiniRent gæti safnað og geymt persónulegar upplýsingar, eins og greiðsluupplýsingar, heimilisföng, netföng o.s.frv., þegar það er nauðsynlegt til þess að veita ákveðna þjónustu og þegar það er samþykkt af viðskiptavininum. Persónulegar upplýsingar sem þú veitir eru geymdar með öruggum hætti, aldrei lengur en þörf er á og eru undir engum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Vefkökur
Til viðbótar við upplýsingar sem viðskiptavinurinn fyllir sjálfur út í tiltekna reiti notum við vefkökur (e. cookies) á síðunni okkar. Við notum slíkar vefkökur af margvíslegum ástæðum, til dæmis til að greina umferð um síðuna og til þess að síðan og eiginleikar hennar virki eins og skyldi. Vefkökur eru aldrei notaðar til að geyma persónulegar upplýsingar, nema í þeim tilfellum sem viðskiptavinur óskar eftir því, til dæmis til þess að geyma nafn, heimilisfang, greiðsluupplýsingar o.s.frv., fyrir framtíðarbókanir.
Trúnaðarupplýsingar
MiniRent geymir allar persónulegar upplýsingar frá viðskiptavinum á öruggan hátt og fyllsta trúnaði er ávallt gætt. Undir engum kringumstæðum verða upplýsingar afhentar þriðja aðila.
Greiðslur
Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Við tökum á móti öllum helstu greiðslukortum.
Skattar og gjöld
Öll verð á síðunni innhalda VSK og reikningar er ávallt útgefnir með VSK.
Breytingar á stefnum og skilmálum
MiniRent áskilur sér rétt til þess að bæta eða breyta öllum skilmálum, stefnum og upplýsingum hvenær sem er. Breytingar taka gildi um leið og þær birtast á síðunni. Útgáfan sem birtist á vefnum er sú sem er í gildi og allar breytingar munu sjást á síðunni um leið og þær taka gildi.
Lögaðili
Lögaðili: MiniRent ehf.
Kennitala: 470922-0950
Netfang: minirent@minirent.is
Lögheimili: Heiðarbrún 10, 230 Keflavík, Ísland
Heimilisfang starfsstöðvar: Hólmbergsbraut 11a, 230 Keflavík, Ísland