Flokkur: Á leið í frí

Vantar þig ferðakerru, ferðarúm, ferðapelahitara, viftu, burðarpoka og fleira?

Hvort sem þú ert á leið í sólina á Tene, í borgarferð til New York eða bara að heimsækja frænku í Köben, getur þú leigt allt sem þú þarft fyrir barnið hjá okkur. Þú einfaldlega bókar, velur afhendingarmáta, borgar og byrjar svo að telja niður í ferðina.