Babyzen Yoyo Ferðakerra
Babyzen Yoyo Ferðakerra
Deila
Þú gætir einnig þurft:
3 dagar: 1990 kr /dag
1 vika: 1110 kr /dag
2 vikur: 850 kr /dag
Babyzen Yoyo kerran er ein besta ferðakerran á markaðnum í dag. Hún býður uppá mismunandi útgáfur fyrir mismunandi þarfir hverrar fjölskyldu. Kerran hentar frá fæðingu upp að 22kg.
Hún leggst auðveldlega saman og passar í farangurshólf flugvéla svo engin þörf er á að innrita kerruna sérstaklega. Kerran er fislétt (6,2kg) og er með bólstraða ól sem gerir það mögulegt að bera hana á öxlinni eins og tösku.
-5 punkta, bólstrað beisli
-Stólbak leggst vel aftur
-Leggst saman í handfarangursstærð
-Rúmgóð karfa undir sætinu (heldur allt að 5kg)
Það sem þú færð:
-1x Babyzen Yoyo kerra
-1x Hlífðarpoki
Vinsamlegast athugið að reglur um handfarangur eru misjafnar eftir flugfélögum. Sum flugfélög rukka aukalega fyrir handfarangur sem passar ekki undir sætið fyrir framan (farangur sem fer í handfarangurshólfið fyrir ofan sætin) á meðan önnur flugfélög rukka ekkert aukalega.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér reglurnar vel hjá því flugfélagi sem flogið er með.
Allar okkar vörur eru vandlega þrifnar og sótthreinsaðar á milli viðskiptavina.
-
Sækja/skila
-Vörur eru afhentar á upphafsdegi leigutímabilsins og skilað á lokadegi leigutímabilsins.
-Afhendingar/skil á milli klukkan 09:00 og 16:00 í Vesturvör 32b, Kópavogur.